Sjómenn í vanda

Í fréttaviðtali á RúV sagði Georg Lárusson forstjóri Landhelgisgæslunnar að tvær þyrlur yrðu sennilega í rekstri hjá gæslunni framvegis.  Hann talaði um að skera þyrfti starfsemina niður um ein 45% einsog ekkert væri sjálfsagðara.

Tvær þyrlur í rekstri þýðir að þeir tímar koma sem aðeins önnur þyrlan er til taks.  Samkvæmt öryggisreglum Gæslunnar er ekki farið lengra út yfir sjó en 20 mílur ef ein þyrla er á ferð.

Stór hluti togaraflotans og uppsjávarveiðiskipin eru að veiðum árið um kring á miðum þar sem veglengd er mun meiri en fyrrnefndar öryggisreglur heimila.  Þá er auðvitað tölverð umferð farskipa bæði innlendra og erlendra um lösöguna.  Allt kallar þetta á að á Íslandi sé rekin fullkomin þyrlubjörgunarsveit sem geti tekist á við hin erfiðustu verkefni.

Það er fullkomið ábyrgðarleysi af hálfu stjórnvalda og lítilsvirðing gagnvart lífi sjófarenda í lögsögu Íslands að láta stefna í það ástand sem vofir yfir.

Sökkvi t.d. togari með 27 manna áhöfn segjum 70 mílur frá landi er þeirra eina lífsvon að nærstatt skip geti bjargað þeim.  Gæslan hefur ekki lengur burði til að gera það.  Sjóslys verða stundum með svo skjótum hætti að ekki er sjálfgefið að menn komist í bátana.  Lífsvon manna í köldum sjónum hér í norðurhöfum er ekki nema nokkrar klukkustundir þrátt fyrir flotbjörgunarbúninga.

Sem betur fer eru sjóslys ekki algeng við Íslandsstrendur.  Sá fjöldi skipa sem sækir sjóinn við landið er vel útbúinn og stjórnað af hæfum mönnum.  Því miður er það samt svo í ljósi reynslunnar að það er ekki spurning hvort - heldur hvenær slysin verða.  Þá þarf þyrlusveitin að vera til taks. 

Ætla stjórnvöld að segja almenningi að ekki sé til fé til að bjarga mannslífum á hafi úti við landið?  Ætla þau að segja ættingjunum að því miður hafi ekki verið hægt að bjarga mönnum vegna fjárskorts?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ágúst Marinósson

Höfundur

Ágúst Marinósson
Ágúst Marinósson
Sjómaður á frystitogaranum Málmey SK1 frá Sauðárkróki
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband