Hroki valdsmanna

Sá hroki sem ráðherrar Sjálfstæðisflokksins sýna þjóðinni er með ólíkindum.   Þessi flokkur hefur farið með völd í efnahagsmálum hér á landi sl. 18 ár og ber langmesta ábyrgð á þeim óförum sem orðið hafa síðustu mánuðina.

Samt sitja þeir sem fastast og segja upp í opið geðið á þjóðinni að engum sé betur trúandi til að halda áfram að vasast í buddum landsmanna.  Fjármálaráðerra hefur auk þess orðið uppvís að  ótrúlegum embættisfærslum og þær út af fyrir næg ástæða til afsagnar af hans hálfu.

Davíð situr í Seðlabankanum og ullar framan í þjóðina í skjóli Geirs H Haarde.  Hefði Davíð snefil af velvilja og umhyggju fyrir löndum sínum væri hann búinn að segja af sér fyrir löngu.  Hann stjórnar enn þá Flokknum sínum og þetta virðist orðið snúast um tilvist þessa undarlega manns meira en sjálft efnahagshrunið.

Eftir fall stjórnarinnar er hrokinn óbreyttur.  Forsætisráðherra sagði í fréttaviðtali eftir hádegið að hann teldi eðlilegt að hugsanleg utanþingsstjórn yrði undir forystu  sjálfsæðismanna.  Kannske svo Davíð geti setið áfram í Seðlabankanum.

Vonandi verður þetta til að herða á mótmælum almennings og ekki verði látið staðar numið fyrr en hreinsað verður út í  Seðlabankanum.


Flokkshagsmunir enn og aftur

Afsögn Björgvins G. Sigurðssonar kemur fullseint.  Næstum fjórir mánuðir eru liðnir frá hruni bankanna og það er langur umhugsunartími.  Ríkisstjórnin er komin að fótum fram og á ekki eftir nema nokkrar vikur í versta falli mánuði áður en ráðherrarnir fá frí allir með tölu.

Þessi leikur Björgvins í stöðunni er bara klór í bakkann, síðasta hálmstráið í því skyni að reyna að laga stöðu flokksins fyrir væntanlegar kosningar en fylgið hefur hrunið síðustu vikurnar.  Sem sagt það er verið að huga að hagsmunum flokksins fyrst og fremst.  Hagsmunir þjóðarinnar hefðu verið að segja af sér í kjölfar hruns bankanna.  

 


mbl.is Björgvin segir af sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fúlir skattgreiðendur

Skattgreiðendur hafa nú fengið það verkefni að borga brúsann af ævintýramennsku útrásarvíkinganna. Enginn efast um að þetta sé óumflýanlegt, einhversstaðar verður að taka peningana og þeir verða teknir einsog ævinlega, upp úr vösum launafólks í þessu landi.

Stjórnvöldum væri í lófa lagið að fá fólk í þessu landi á sitt band og létta því róðurinn sálfræðilega með því að láta nokkra aðila sem mesta ábyrgð bera á peningamálastefnunni, eftirlitsskyldunni og beinlínis á hruni bankanna, að víkja þessu fólki frá, láta það ekki halda áfram að vasast í trúnaðarstörfum fyrir þjóðfélagið. Við treystum ekki þessu fólki, svo einfalt er málið.

Verði þetta ekki gert mun verða hér eftirminnilegt ástand og mótmæli komast á áður óþekkt stig. Kannske mun dómsmálaráðherra þá komast að því hvers lögreglan og varalið lögreglunnar er megnugt.

Það blasir við öllum íslendingum sem hafa skilningarvitin í lagi að bankarnir hrundu, ríkissjóður, þjóðfélagið einsog það lagði sig fór á hausinn. Við erum úthrópaðir í útlöndum sem óreiðufólk og bónbjargarmenn og enginn á að taka pokann sinn. Þetta er ekki boðlegt. Burt með sökudólgana.


« Fyrri síða

Um bloggið

Ágúst Marinósson

Höfundur

Ágúst Marinósson
Ágúst Marinósson
Sjómaður á frystitogaranum Málmey SK1 frá Sauðárkróki
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband