Flotið sofandi að feigðarósi

Einsog undirritaður hefur bent á áður er björgunaþjónusta þyrlusveitar Gæslunnar stórlega skert vegna niðurskurðar stjórnvalda.

Sjómaður með kransæðastíflu beið læknishjálpar í 10 klukkustundir vegna þess að ekki var hægt að sækja hann út á sjó vegna fjárskorts.  Eingöngu tilviljun að hann komst lifandi í land og undir læknishendur.

Sjómenn sjá sína sæng uppreidda í öryggismálum.  Ekki verður hægt að tryggja þeim heilbrigðisþjónustu einsog öðrum landsmönnum vegna fjárskorts.  Líf þeirra er minna metið en annarra landsmanna.

Stórfé var eytt í að leita bangsamömmu á Sléttu og Langanesi fyrir nokkrum dögum.  Þá var hægt að senda út þyrlu í verkefni sem er kannske ekki alveg nógu vel rökstutt að þörf sé á.

Það var hinsvegar forgangsmál að afnema sjómannaafslátt og ráðast þannig að kjörum sjómanna, þeirra sömu manna og stjórnvöld neita nú um sömu réttindi til heilbrigðisþjónustu og aðrir landsmenn njóta.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ágúst Marinósson

Höfundur

Ágúst Marinósson
Ágúst Marinósson
Sjómaður á frystitogaranum Málmey SK1 frá Sauðárkróki
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband