ASÍ v/s stjórnvöld.

Fulltrúar stjórnvalda fara mikinn þessa dagana við að sannfæra þjóðina um að ASÍ sé höfuðóvinur hins vinnandi manns í þessu landi.  Forseti ASÍ er sakaður um að ganga erinda vinnuveitenda og þung orð falla um tilgang verkalýðshreyfingarinnar.

Gylfi Arnbjörnsson hefur samt lengst af legið undir ámæli ýmissa, þará meðal fólks innan ASÍ, að hann hafi verið of hliðhollur stjórnvöldum.  Að vera félagsmaður í Samfylkingunni er mönnum ekki til framdráttar þessa dagana.  Nú hefur forsetinn þvegið af sér þann stimpil en þá er hann bara skammaður ótæpilega af fulltrúm stjórnarflokkanna.

Það er vandlifað í þeirri stöðu að vera forseti ASÍ á tímum "norrænnar velferðarstjórnar" í þessu landi.

 Deila má um hvort ASÍ og stjórnvöld geti af einhverju viti spáð um þróun verðbólgu og fjárfestingu.  Að hafa slíkar klausur inni í samningum við stjórnvöld og ætlast til að þær standist er mikil bjartsýni svo ekki sé meira sagt.  Nær væri að fletta upp í spádómum Nostradamusar eða leita til völvu Vikunnar til að ráða í framtíðina.

En ég ætla að hrósa Gylfa og fleiri áhrifamönnun innan ASÍ fyrir að reyna það sem þeir geta til að standa vörð um almennu lífeyrissjóðina.  Það virðist því miður vera býsna útbreidd skoðun að almennu lífeyrissjóðirnir séu einhverskonar varasjóður sem hægt sé að ganga í á krepputímum og ausa peningum úr í hin og þessi verkefni.

Tilgangur lífeyrissjóðanna er bundinn í lög þeirra og samþykktir.  Þeirra megintilgangur er að greiða sjóðfélögum sínum eftirlaun, makalífeyri, barnalífeyri og örorkubætur.  Þeir fara með og ávaxta iðgjöld sjóðfélaga sinna.  Stjórnendur sjóðanna eru bundnir í báða skó um lámarksávöxtum fjárfestinga.  Innistæður sjóðanna eru eign sjóðfélaga og skattlagning á þær er brot á eignarréttarákvæðum stjórnarskrárinnar.  

Ef tryggingarfræðileg staða þessara sjóða sem reiknuð er er út á hverju ári, stenst ekki, eru bætur og eftirlaun sjóðfélaga skert.   Á sama tíma og stjórnvöld skattleggja almennu sjóðina er ekkert gert í vanda opinberu sjóðanna og skattgreiðendur, sem eru auðvitað einnig sjófélagar almennu sjóðnna líka, greiða stöðugt vaxandi halla af þeim. 

Það er áberandi hvað stjórnmálamenn eru skeytingarlausir um þessi mál, enda er þeim hagur í því sem þiggjendum eftirlauna á kostnað skattgreiðanda að hafa mál með þessum hætti.

En almenningur sem á sitt undir í afkomu almennu sjóðanna styður baráttu forystumanna ASÍ heilshugar hvað varðar þessi mál.  Stórfurðuleg ummæli stjórnmálamanna að undanförnu í garð verkalýðshreyfingarinnar og forseta ASÍ eru ámælisverð og grafa undan baráttu hins almenna launamanns til að leiðrétta kjör sín.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ágúst Marinósson

Höfundur

Ágúst Marinósson
Ágúst Marinósson
Sjómaður á frystitogaranum Málmey SK1 frá Sauðárkróki
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband