3.8.2013 | 14:05
Ósk um stöðugleika
Óhætt er að segja að umræðan um kaup og kjör hinna vinnandi stétta sé svolítið í lausu lofti þessa dagana.
Úrskurður Kjararáðs á dögunum og samningar við heilbrigðisstéttir að undanförnu hafa valdið óróa og vakið upp væntingar hjá launafólki.
Sem ekki er skrítið.
Samt er það svo hjá meirihluta launastéttanna, að fólk gerir sér grein fyrir því að launahækkanir sem velt verður jafnóðum út í verðlagið er ekki lausn fyrir neinn.
Sjaldan hefur verið eins skýr áköllun um að komið verði á stöðugleika í efnahagsmálum þjóðarinnar. Stjórnmálamenn hafa lengst af stýrt efnahagsmálum okkar einsog dauðadrukknir togarasjómenn. Verði ekki breyting þar á munu langþreyttar launastéttir taka til við að beita þeim vopnum sem lítið hafa verið notuð upp á síðkastið.
Um bloggið
Ágúst Marinósson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.