Fúlir skattgreiðendur

Skattgreiðendur hafa nú fengið það verkefni að borga brúsann af ævintýramennsku útrásarvíkinganna. Enginn efast um að þetta sé óumflýanlegt, einhversstaðar verður að taka peningana og þeir verða teknir einsog ævinlega, upp úr vösum launafólks í þessu landi.

Stjórnvöldum væri í lófa lagið að fá fólk í þessu landi á sitt band og létta því róðurinn sálfræðilega með því að láta nokkra aðila sem mesta ábyrgð bera á peningamálastefnunni, eftirlitsskyldunni og beinlínis á hruni bankanna, að víkja þessu fólki frá, láta það ekki halda áfram að vasast í trúnaðarstörfum fyrir þjóðfélagið. Við treystum ekki þessu fólki, svo einfalt er málið.

Verði þetta ekki gert mun verða hér eftirminnilegt ástand og mótmæli komast á áður óþekkt stig. Kannske mun dómsmálaráðherra þá komast að því hvers lögreglan og varalið lögreglunnar er megnugt.

Það blasir við öllum íslendingum sem hafa skilningarvitin í lagi að bankarnir hrundu, ríkissjóður, þjóðfélagið einsog það lagði sig fór á hausinn. Við erum úthrópaðir í útlöndum sem óreiðufólk og bónbjargarmenn og enginn á að taka pokann sinn. Þetta er ekki boðlegt. Burt með sökudólgana.


Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ágúst Marinósson

Höfundur

Ágúst Marinósson
Ágúst Marinósson
Sjómaður á frystitogaranum Málmey SK1 frá Sauðárkróki
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband