Flokkshagsmunir enn og aftur

Afsögn Björgvins G. Sigurðssonar kemur fullseint.  Næstum fjórir mánuðir eru liðnir frá hruni bankanna og það er langur umhugsunartími.  Ríkisstjórnin er komin að fótum fram og á ekki eftir nema nokkrar vikur í versta falli mánuði áður en ráðherrarnir fá frí allir með tölu.

Þessi leikur Björgvins í stöðunni er bara klór í bakkann, síðasta hálmstráið í því skyni að reyna að laga stöðu flokksins fyrir væntanlegar kosningar en fylgið hefur hrunið síðustu vikurnar.  Sem sagt það er verið að huga að hagsmunum flokksins fyrst og fremst.  Hagsmunir þjóðarinnar hefðu verið að segja af sér í kjölfar hruns bankanna.  

 


mbl.is Björgvin segir af sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þannig að þú vilt bara að allir siti sem fastast þar sem það er hvort sem er of seint að seigja af sér ?

Björn M (IP-tala skráð) 25.1.2009 kl. 13:37

2 identicon

Ég held að menn geti bara verið ánægðir núna, kosningar í maí og fjármálaeftirlitið farið. Ég ráðlegg fólki að ráðast ekki á seðlabankann líka nema að kynna sér starf hans vel fyrst. Ég get fullyrt það að maður sem að hefur kynnt sér starf seðlabankanst vel og áttar sig á hlutverki hans, gerir sig grein fyrir því að hann kom ekki nálægt þessu falli og engin ástæða til að ráðast á hann.

Axel (IP-tala skráð) 25.1.2009 kl. 14:11

3 Smámynd: Ágúst Marinósson

Ég  held líka að allir sem hafa verið að fylgjast með í þjóðfélaginu geri sér grein fyrir því  að sú peningamálastefna sem rekin hefur verið í Seðlabankanum á undanförnum árum, þar á meðal hágengisstefnan, hefur öðru fremur haft áhrif á skuldasöfnun þjóðarinnar t.d. jöklabréfin og niðurfelling á bindiskyldu bankanna. 

Þá hefur Davíð hvað eftir annað orðið bæði sér og þjóðinni allri til stórrar hneisu á alþjóðavettvangi með stórskrítnum uppákomum sem eru algjörlega út úr kortinu og alls ekki samboðin manni í stöðu seðlabankastjóra.

Ágúst Marinósson, 26.1.2009 kl. 17:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ágúst Marinósson

Höfundur

Ágúst Marinósson
Ágúst Marinósson
Sjómaður á frystitogaranum Málmey SK1 frá Sauðárkróki
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband