24.2.2009 | 16:11
Vonbrigði
Það er með ólíkindum hvernig búið er að tefja seðlabankafrumvarpið. Allt frá hruni bankanna s.l. haust hefur verið uppi krafa um að skipta út fólki í ábyrgaðarstöðum í seðlabanka og fjármálaeftirliti. Stjórnendur í þessum stofnunum njóta einfaldlega ekki lengur trausts í þjóðfélaginu. Forystumenn sjálfstæðisflokksins bera fulla ábyrgð á aðgerðarleysinu í þessum efnum. Í ljós kom að formaður þeirra Geir H. Haarde hefur ekki raunverulegt umboð til að taka ákvarðanir sem snerta "þeirra" fólk í fyrrnefndum stofnunum. Davíð Oddson stjórnar ennþá þessum flokki bak við tjöldin. Hefði Geir borið gæfu til að gera breytingar sl. haust, hefði núverandi ástand ekki komið upp. Þá sæti að öllum líkindum stjórn Samfylkingar og Sjálfstæðismanna enn með sinn sterka meirihluta á alþingi.
Heift sjálfstæðismanna yfir stjórnarslitunum er mikil og þeir hafa gert allt sem þeim er unnt til að tefja fyrir seðlabankafrumvarpinu og fleiri málum á þinginu. Í því ljósi er frekar hlálegt að fylgjast með þeim koma í röðum upp í pontu þinginu og æpa einsog móðursjúkar kellíngar út af fundarstjórn forseta. Fyrir venjulegt fólk er reyndar erfitt að skilja kokhreystina í sjálfstæðismönnum yfirleitt í ljósi þeirrar staðreyndar að þeir sváfu á verðinum og skáru hrúta þar til þjóðarskútan sigldi upp í fjöru. Mér þætti eðlilegra að þeir sýndu meiri hógværð,að maður tali nú ekki um að þeir skömmuðust sín svolítið.
Ætlunin mun vera að tefla flestum þessum görpum fram að nýju í komandi þingkosningum. Ég skora á landsmenn að sýna nú í verki að við erum ekki búin að gleyma ábyrgð þeirra á efnahagsóförum okkar íslendinga og láta verkin tala í prófkjörunum sem framundan eru.
Höskuldur Þórhallsson er maður sem enginn botnar í þessa dagana og ætti að hugleiða vandlega á hvaða leið hann er. Mér er til efs að hann hafi gert sér grein fyrir afleiðingum gerða sinna. Tilefnið er títtnefnd skýrsla og ýmsir hafa leitt að því getum að Höskuldur hafi misskilið efni hennar eða ekki skilið til hlítar hvað rætt var um, enda fyrirlesturinn á framandi tungumáli. Hvernig sem það er vaxið þá er þessi afleikur hans einsog sniðinn að hernaðaráætlun sjálfstæðismanna, sem sé, að tefja þetta mál einsog framast er unnt.
Seðlabankalög á dagskrá þingsins í dag | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Ágúst Marinósson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.